Íslandsmóti unglinga í holukeppni lokið

Seinnipartinn í dag lauk Íslandsmóti unglinga í holukeppni og voru þar kríndir 7 nýjir Íslandsmeistarar. Mótið gekk agalega vel í heild sinni þrátt fyrir að veðrið hafi aðeins strítt mönnum á síðasta degi. Krakkarnir spiluðu feiki vel og rigndi fuglunum niður alla helgina. 

GA krakkar stóðu sig sérstaklega vel og komust 5 þeirra á verðlaunapall.

Óskar Páll Valsson hreppti þriðja sætið í flokki 14 ára og yngri stráka.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir er Íslandsmeistari telpna 15-16 ára.

Lárus Ingi Antonsson er Íslandsmeistari drengja 15-16 ára.

Í flokki 19-21 árs pilta náði Tumi Hrafn Kúld þriðja sætinu og Kristján Benedikt Sveinsson náði öðru sætinu.

Að sjálfsögðu óskum við okkar fólki og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur en að lokum viljum við þakka fyrir þetta glæsilega mót sem hér fór fram sem heiður var að fá að halda!

Hér að neðan má sjá myndir frá degi 3.