Íslandsmóti eldri kylfinga lokið á Jaðarsvelli

mynd seth@golf.is
mynd seth@golf.is

Íslandsmóti eldri kylfinga lauk á Jaðarsvelli á laugardaginn síðasta og þökkum við þeim fjölmörgu keppendum sem lögðu leið sína á Jaðarsvöll kærlega fyrir komuna.

Spennan var gífurleg í þremur af fjórum flokkum og var mikil stemming á vellinum alla dagana. Veðrið lék við kylfinga sem nutu sín í botn og sáust góð tilþrif á vellinum. Fjórir Íslandsmeistarar voru krýndir á flottu lokahófi á laugardagskvöldinu en hér má sjá efstu þrjú sætin í hverjum flokki fyrir sig.

Konur 50+
1. sæti: Þórdís Geirsdóttir 76-75-77 +15
2.sæti: Ragnheiður Sigurðardóttir 82-88-84 +41
3.sæti: María Málfríður Guðnadóttir 89-81-85 +42
T17. Fanný Bjarnadóttir GA 96-96-95 +74

Karlar 50+
1.sæti: Jón Karlsson 72-76-72 +7
2-3.sæti: Ólafur Hreinn Jóhannesson 77-75-72 +11
2-3.sæti: Helgi Anton Eiríksson 76-73-75 +11
T8. Jón Þór Gunnarsson GA 72-81-76 +16
17.sæti: Ólafur Auðunn Gylfason GA 79-81-77 +24
T24. Eiður Stefánsson GA 80-81-86 +34
T25. Bjarni Einar Einarsson GA 76-87-85 +35
T29. Kjartan Fossberg Sigurðsson GA 88-80-82 +37
T31. Valmar Valduri Valjaots GA 80-87-84 +38
T31. Jón Thorarensen GA 87-80-84 +38
34. sæti: Jón Birgir Guðmundsson GA 90-81-82 +40

Konur 65+
1.sæti: Elísabet Böðvarsdóttir 89-84-84 +44
2.sæti: Ágústa Dúa Jónsdóttir 89-90-91 +57
3.sæti: Þyrí Valdimarsdóttir 96-86-98 +67

Karlar 65+
1.sæti: Sigurður Aðalsteinsson 80-81-76 +24
2.sæti: Hörður Sigurðsson 85-79-77 +25
3.sæti: Sæmundur Pálsson 84-78-77  +26
9.sæti: Þórhallur Pálsson GA 93-84-83 +47
T11. Birgir Ingvason GA 90-84-88 +49
19.sæti: Rúnar Tavsen GA 99-100-92 +78

Við þökkum kærlega fyrir mótið og samstarfið við GSÍ á meðan móti stóð.