Íslandsmót unglinga í holukeppni í fullum gangi á Hellu

Nú um helgina fer fram Íslandsmót unglinga í holukeppni og eigum við í GA 11 glæsilega fulltrúa þar.

Krakkarnir okkar hafa öll staðið sig virkegalega vel og eru sum þeirra að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi.

Leikinn var höggleikur í gær föstudaginn 5 júní og eftir það var raðað niður í holukeppnina sem hófst svo í morgun.  Það komust því miður ekki allir í holukeppnina en það stóðu sig allir virkilega lega vel og eru flottir fulltrúar GA.

Það verða þrír kylfingar sem hefja leik í fyrramálið í undanúrslitum.  Það eru þau, Andrea Ýr, Kristján Benedikt og Tumi Hrafn.

Óskum við þeim öllum góðs gengis :)