Íslandsmót unglinga í holukeppni hefst á morgun

Á morgun, föstudag hefst Íslandsmót unglinga í holukeppni sem verður haldið hér á Jaðarsvelli. Þar munu efnilegustu kylfingar landsins keppa og er búist við frábæru golfi. Fyrirkomulagið er þannig að höggleikur verður spilaður á föstudeginum til að skera úr um hverjir komast áfram í holukeppnina, 16 manna og 8 manna úrslit verða svo spiluð á laugardeginum og undanúrslit og úrslit spilað á sunnudeginum.

Það er gríðarlega gaman að fylgjast með þessum ungu og efnilegum kylfingum og hvetjum við því alla til að koma uppá völl og fylgjast með Íslandsmótinu yfir helgina!