Íslandsmót unglinga hafið

Í dag hófst Íslandsmót unglinga í holukeppni á Jaðri, þar sem við áttum þónokkra keppendur. Fyrirkomulag dagsins í dag var höggleikur til þess að raða öllum ungmennunum niður fyrir útsláttarkeppnina sem hefst í fyrramálið. Þrátt fyrir enga sól var ótrúlega flott golfveður í nánast allan dag, með smá rigningu á köflum. Það endurspeglaðist í flottu skori margra kylfinga á vellinum í dag, og hafa ekki sést jafnmargir lækkunarhringir á sama deginum í allt sumar hjá okkur á Jaðri. 

 

14 ára og yngri:

 

Í strákaflokki áttum við 2 kylfinga, þá Skúla Gunnar og Óskar Pál. Skúli spilaði á 85 höggum og Óskar á 81, sem þýðir að þeir komust báðir áfram í 16 manna úrslit og eiga þar leiki í fyrramálið. 

Í stúlknaflokki spiluðu Auður Bergrún og Guðrún María. Auður lék á 99 höggum og Guðrún á 125. Með því tókst Auði að tryggja sig inn í útsláttarkeppnina, en Guðrún var alveg á mörkunum og endaði í 17. sæti. 

 

15-16 ára 

 

Andrea Ýr, Marianna Ulriksen, Mikael Máni, Lárus Ingi, Starkaður og Patrik spiluðu í 15-16 ára flokkinum í dag og gekk spilið nokkuð vel hjá flestum. 

Andrea og Marianna leika á móti hvor annarri seinni partinn á morgun um sæti í undanúrslitum, þannig allt stefnir í æsispennandi baráttu þar á bæ. Mikael og Lárus mætast einnig eftir að hafa spilað á sama skori í dag. Starkaður spilaði á 81 höggum sem tryggði honum sæti í 16 manna úrslitunum, en Patrik var einu höggi frá því að komast áfram eftir hring upp á 83.

 

17-18 ára

 

Gunnar Aðalgeir endaði í 12. sæti í sínum flokki eftir hring upp á 79 högg, á meðan Brimar Jörvi og Björn Torfi enduðu á 95 og 98 höggum sem dugði ekki í topp 16 því miður. 

 

19-21

 

Að lokum áttum við nokkra fulltrúa í gamlingjaflokknum, þá Tuma Kúld, Víði Steinar og Kidda Ben. Allir flugu þeir í gegnum niðurskurð eftir hringi upp á 72, 74 og 76. Tumi átti besta hring dagsins í flokkinum þannig hann spilar ekkert fyrr en seinni partinn á morgun, á meðan Víðir og Kristján þurfa að skríða snemma á fætur og spila 2 leiki á morgun til að komast í undanúrslitin.