Íslandsmót golfklúbba um helgina

Heiðar, Víðir, Andrea og Lárus verða öll í eldlínunni um helgina
Heiðar, Víðir, Andrea og Lárus verða öll í eldlínunni um helgina

Nú um helgina hefst Íslandsmót golfklúbba en karlasveit GA spilar þar í efstu deild en það eru Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar og Golfklúbburinn Oddur sem halda mótið í ár eins og í fyrra. Spilað verður fimmtudag til laugardags og hvetjum við þá GA félaga sem eru fyrir sunnan að líta við og fylgjast með okkar mönnum. 

Þeir kylfingar sem skipa sveit GA í karlaflokki eru:
Eyþór Hrafnar Ketilsson
Lárus Ingi Antonsson
Mikael Máni Sigurðsson
Óskar Páll Valsson
Tumi Hrafn Kúld
Víðir Steinar Tómasson 
Ævarr Freyr Birgisson
Örvar Samúelsson
Heiðar Davíð Bragason er þjálfari liðsins.

Þá er kvennasveit GA að fara að keppa í 2.deildinni, einhver ár eru síðan við vorum með kvennasveit í Íslandsmótinu og er mikið gleðiefni að hún sé farin af stað aftur. Stelpurnar keppa í 2. deild sem er haldin á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. 

Þeir kylfingar sem spila í kvennasveit GA eru:
Andrea Ýr Ásmundsdóttir
Guðrún María Aðalsteinsdóttir
Kara Líf Antonsdóttir
Kristín Lind Arnþórsdóttir
Lana Sif Harley
Stefanía Kristín Valgeirsdóttir sem er jafnframt liðsstjóri liðsins

Við óskum GA sveitunum góðs gengis og munum flytja ykkur frekari fregnir af þeim þegar mótin hefjast.