Íslandsmót Golfklúbba - GA í fjórða sæti

GA strákarnir flottir
GA strákarnir flottir

Strákarnir okkar stóðu sig með prýði í 1. deild á Íslandsmóti Golfklúbba sem lauk rétt í þessu. Í sveitinni léku þeir Lárus Ingi Antonsson, Heiðar Davíð Bragason, Valur Snær Guðmundsson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Tumi Hrafn Kúld, Örvar Samúelsson, Mikael Máni Sigurðsson og Óskar Páll Valsson. 

Keppt var í holukeppni og hófst keppni síðastliðin fimmtudag með riðlakeppni en leikið var í Mosfellsbæ og Korpu.

Strákarnir unnu fyrsta leikinn sannfærandi 4-1 gegn Golfklúbbi Vestmannaeyja. GR var næsti andstæðingur en GA tapaði þeirri viðureign naumlega, 3-2. Síðasti leikurinn í riðlinum var gegn Kiðabergi og GA bar sigur af hólmi 3-2 með glæsibrag. Ljóst var að strákarnir myndu leika í undanúrslitum eftir að hafa hafnað í 2. sæti í riðlinum á eftir GR.

Undanúrslitin áttu sér stað í gær en þrátt fyrir hetjulega baráttu og góða spilamennsku þurftu þeir að lúta lægra haldi fyrir GKG, en þeir enduðu á að verða Íslandsmeistarar. Keppni lauk í dag með umspili uppá 3.sæti og var það æsispennandi viðureign fram að síðustu holu. GA tapaði þar með naumindum 2-3 geng GM og ljóst var að GA endaði í 4.sæti.

Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn 

 

Fleiri myndir af mótinu má nálgast hér: https://www.gsimyndir.net/Other/%C3%8Dslandsm%C3%B3t-allir-flokkar-/Sveitakeppnir-GS%C3%8D-allir-flokka/%C3%8Dslandsm%C3%B3t-golfkl%C3%BAbba-2022-/1-deild-karla-og-kvenna-%C3%8Dslandsm%C3%B3t-golfkl%C3%BAbba-2022-/