Íslandsmót golfklúbba 50+

Núna eru fyrstu 3 leikirnir búnir hjá okkar fólki og riðlarnir búnir

Það má bara segja að það gangi gríðarlega vel hjá þeim, og bæði lið í efri hlutanum. Konurnar gerðu sér lítið fyrir og unnu riðillinn sinn. Og karlarnir rétt klóruðu í annað sætið með gríðarlegri spennu.

Karlarnir spiluðu í gær við  Suðurnes og Keilir, þeir unnu Suðurnesin en töpuðu svo fyrir Keili. Svo spiluðu þeir við Esjuna í morgun og töpuðu.

Konurnar spiluðu í gær við Borganes og Öndverðanes, þær unnu Borgarnes og töpuð svo fyrir Öndverðanesi. Svo unnu þær Fjallabyggð/Hamar í morgun. 

Konurnar eru að spila við Golfkúbb Kiðjaberg núna og karlarnir við Golfklúbb Reykjavík. Áfram GA!

Það má nánar skoða stöðuna á þessum hlekk hérna hjá körlunum, og hérna hjá konunum.