Íslandsmót golfklúbba 50+

GA átti sveit í bæði karla og kvenna flokki í Íslandsmóti golfklúbba 50+ sem fram fór 19 – 21 ágúst. Konurnar spiluðu á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis og karlarnir spiluðu á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness

 

Konurnar náðu ekki að vinna leik í þessu móti en þær unnu nokkra innbyrðis sigra en féllu niður í 2. deild.

Kvennasveit GA 50+ skipuðu:

Fanný Bjarnadóttir

Birgitta Guðjónsdóttir

Eygló Birgisdóttir

Guðlaug María Óskarsdóttir

Birgitta Guðmundsdóttir

Anna Einarsdóttir

Guðrún Steinsdóttir

Hrefna Magnúsdóttir

Linda Hrönn Benesiltsdóttir

Liðsstjóri: Birgitta Guðjónsdóttir

 

Karlasveitin náði að vinna Golfklúbb Borgarness í fyrstu umferð, Golfklúbbinn Odd í fjórðu umferð og Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar í fimmtu og síðustu umferðinni og enduðu þeir í 5. sæti.

Karlasveit GA 50+ skipuðu:

Jón Birgir Guðmundsson

Kjartan Fossberg Sigurðsson

Ólafur Auðunn Gylfason

Kristján Hilmir Gylfason

Guðmundur Sigurjónsson

Jón Þór Gunnarsson

Valmar Väljaots

Magnús Birgisson

Björgvin Þorsteinsson

Liðstjóri: Ólafur Gylfason