Íslandsmót golfklúbba 2022 - GA í 1.deild karla

Íslandsmót golfklúbba 1. deild hófst í dag en leikið er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í dag, á Korpúlfsstaðavelli á morgun og svo ráðast úrslitin á Hlíðavelli á laugardaginn.

Sveit GA er í A-riðli ásamt GR, GV og GKB en sveit okkar er þannig skipuð: Lárus Ingi Antonsson, Heiðar Davíð Bragason, Valur Snær Guðmundsson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Tumi Hrafn Kúld, Örvar Samúelsson, Mikael Máni Sigurðsson og Óskar Páll Valsson.

Strákarnir hófu leik í morgun á móti liði GV og eru Heiðar og Eyþór 2 niður eftir 13 í fjórmenning, Óskar og Lalli 2 upp eftir 12 í fjórmenning, Örvar 1 upp eftir 10, Tumi 4 upp eftir 9 og allt jafnt hjá Mikael eftir 9. 

Hægt er að fylgjast með gangi mála hér

Við óskum strákunum góðs gengis og munum fylgjast með þeim á næstu dögum.