Íslandsmót golfklúbba 14 ára og yngri og 16 ára og yngri

Nú í gær, miðvikudaginn 22. júní, hófst Íslandsmót golfklúbba 14 ára og yngri á Akranesi og 16 ára og yngri á Hellu.

Í flokki 16 ára og yngri er GA með eina sveit skipaða þeim Skúla Gunnari, Veigari, Val Snæ, Ragnari Orra, Ólafi Kristni og Heiðari Kató. Í gær var keppt í höggleik þar sem okkar menn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu en Skúli spilaði á 72, Veigar og Valur á 74 og Ragnar á 82. Í fyrsta leik þeirra í morgun unnu þeir síðan öruggan 3/0 sigur á GS, Heiðar og Valur spiluðu í fjórmenning og unnu 3/2 og Veigar vann tvímenninginn sinn 7/6 og Skúli vann 3/2. Strákarnir sitja hjá í umferð 2 en mæta liði GR í fyrramálið.

Í flokki 14 ára og yngri drengja er GA með tvær sveitir, aðra þeirra skipa þeir Hákon Bragi, Arnar Freyr, Egill Örn, Baldur Sam og Ágúst Már, hin sveitin er sameiginleg sveit með GHD en hana skipa Skúli Friðfinnsson, Viktor Skuggi, Magnús Sigurður, Maron Björgvinsson (GHD) og Hafsteinn Thor (GHD).  Í höggleiknum í gær var sveit GA í 5.sæti en Arnar Freyr spilaði á 89, Ágúst Már 90, Baldur Sam 91 og Hákon Bragi 102. Sveit GA/GHD var í 7. sæti en þar spiluðu Skúli og Hafsteinn á 93, Maron á 96 og Viktor Skuggi á 100. Í fyrstu umferð mætti sveit GA/GHD sveit Keilir2 og sigraði 2/1, Magnús Sigurður og Skúli sigruðu fjórmenninginn 1/0 eftir frábæra endurkomu, Hafsteinn vann sinn leik 4/3 og Maron tapaði naumlega 1/0.  sveit GA mætti GKG og tapaði 3/0 en í annarri umferð sýndu drengirnir styrk sinn og unnu GM 2/1 sem þýðir  að strákarnir eru í dauðafæri í að spila um 3.sætið í mótinu. 

Í flokki 14 ára og yngri telpna er GA með sameiginlega sveit með GSS en hana skipa þær Birta Rán, Bryndís Eva, Björk, Lilja Maren, Dagbjört Sísi (GSS) og Gígja Rós (GSS).  Stúlkurnar mættu sveit GK/GSE í fyrstu umferð og töpuðu þar 2,5/0,5, Lilja Maren og Birta Rán töpuðu 6/4 í fjórmenningnum, Bryndís Eva gerði jafntefli og Dagbjört tapaði naumlega 1/0. Í annarri umferð mættu þær sveit GR og töpuðu þar 3/0, Dagbjört og Gígja töpuðu fjórmenningnum 7/6, Bryndís Eva tapaði með minnsta mun 1/0 og Björk tapaði 6/5. 

Við erum gríðarlega stolt af krökkunum okkar sem eru að standa sig flott í mótunum og munum flytja ykkur frekari fregnir af mótunum næstu daga.