Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri og 19-21 árs

Íslandsmót golfklúbba 19-21 árs fer fram í fyrsta sinn í ár en keppt er á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis. Golfklúbbur Akureyrar er með eina sveit þar en fyrir okkar hönd keppa þeir: Mikael Máni Sigurðsson, Gunnar Aðalgeir Arason, Patrik Róbertsson, Óskar Páll Valsson og Veigar Heiðarsson. Spilaður var höggleikur í morgun þar sem sveit GA náði 6. besta árangnum á samtals 240 höggum en þrjú bestu skorin telja af fjórum. Veigar (75), Óskar (80) og Mikael (85) áttu bestu skor okkar manna. Strákarnir keppa svo á móti GR núna klukkan 14:26 en þar spila Patrik og Mikael fjórmenning og Óskar Páll og Gunnar tvímenning. Við óskum strákunum góðs gengis.

Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri er hjá GR, GK og GM og er spilað Texas Scramble fyrirkomulag. GA sendir tvær sveitir til leiks og keppa þær í hvítu og gulu deildinni. Í hvítu deildinni keppa þeir: Arnar Freyr Viðarsson, Ágúst Már Þorvaldsson, Baldur Sam Harley og Egill Örn Jónsson fyrir GA Jaðar og í gulu deildinni keppa þeir Axel James Wright, Kristófer Áki Aðalsteinsson, Bjarni Sævar Eyjólfsson, Askur Bragi Heiðarsson og Bjarki Þór Elíasson fyrir GA Dúddisen. GA Jaðar vann fyrsta leik sinn á móti GM 4/2 og GA Dúddisen vann sinn leik á móti GK 5/1.

Við óskum sveitum GA góðs gengis í mótunum.