Íslandsmót eldri kylfinga - sjálfboðaliðar

Nú er komið að okkur GA félögum  að halda Íslandsmót eldri kylfinga í golfi og fer það fram dagana 14 - 16 júlí, frá föstudegi til sunnudags..

Mótið er  það stærsta og umfangsmesta meðal eldri kylfinga hér á landi  og nú langar okkur hjá Golfklúbbi Akureyrar að biðla til okkar flottu félagsmanna  að aðstoða okkur svo að mótið verðið hið allra glæsilegasta og þátttakendur sem og aðrir gestir fari héðan glaðir.

Okkur vantar hjálp við nokkur verkefni og reiknum við með að það þurfi sjálfboðaliða frá 8:00-19:00 

Þeir kylfingar sem geta aðstoðað okkur á meðan að á móti stendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hjá Jóni Heiðari á skrifstofa@gagolf.is eða í síma 462-2974 og tilgreina þá hvenær viðkomandi getur aðstoðað, klukkan hvað og hvaða dag.

Með von um góðar móttökur.

Jón Heiðar