Íslandsmót eldri kylfinga hafið

Geggjaður kylfingur
Geggjaður kylfingur

Íslandsmót eldri kylfinga hófst í gær í Vestmannaeyjum.
Leikinn verður höggleikur yfir þrjá hringi og Íslandsmeistarar krýndir, í flokkum 50+ og 65+.

 

GA á tvo fulltrúa í mótinu, en það eru þeir Björgvin Þorsteinsson og Ólafur Auðunn Gylfason. Eftir fyrsta hring sitja þeir báðir í efstu 20 sætunum, eftir hringi upp á 77 og 78 högg á fyrsta keppnisdegi. 

 

Björgvin lék stöðugt golf og fékk 10 pör, en tvöfaldur skolli á lokaholunni þýddi að 78 högg voru raunin fyrir þennan sexfalda Íslandsmeistara. 
Óli byrjaði vel og var á pari vallar eftir 10 holur, með 10 pör. Eftir það fataðist Óla þó flugið, og endaði hann á 77 eftir tvo tvöfalda skolla á 16. og 17. 

 

Ágætis skor hjá stráknum og ekki er langt í næstu menn fyrir ofan. Það verður gaman að fylgjast með þeim næstu daga og sjá hvort þeir nái ekki að blanda sér í toppbaráttuna með flottum hringjum.