Íslandsmót eldri kylfinga

Íslandsmót eldri kylfinga fer fram á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar dagana 14.-16. júlí 2022.

Keppni hefst snemma að morgni fimmtudaginn 14. júlí og eru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum.

Keppt er í fjórum flokkum, 50 ára og eldri í kvennaflokki, 65 ára og eldri í kvennaflokki, 50 ára og eldri í karlaflokki og 65 ára og eldri í karlaflokki. Íslandsmeistarar í þessum fjórum flokkum verða krýndir á lokahófi mótsins laugardagskvöldið 16. júlí.

GA á 12 keppendur á mótinu og óskum við þeim góðs gengis.

Keppt er í eftirtöldum flokkum:
Öldungaflokkur karla 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 18,0 – gulir teigar
Öldungaflokkur kvenna 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 26,0 – bláir teigar
Öldungaflokkur karla 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 22,0 – gulir teigar
Öldungaflokkur kvenna 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 29,0 – rauðir teigar

Við hlökkum til að halda mótið og hvetjum áhugasama til að kíkja upp á Jaðarsvöll á meðan móti stendur og fylgjast með.