Íslandsbankamóti unglinga lokið

Starkaður slær á 13. teig
Starkaður slær á 13. teig

Fjórða mótið í Íslandsbankamótaröð unglinga fór fram hjá okkur á Jaðri um helgina. Þar var leikfyrirkomulagið höggleikur, í flokkum 17-18 ára og 19-21 árs voru leiknar 54 holur en 36 holur í öðrum flokkum. Mótið byrjaði í erfiðu veðri á föstudeginum en veðurguðirnir bættu það upp með fullkomnu golfveðri laugardag og sunnudag. Alls voru 116 kylfingar skráðir til leiks og þar af spiluðu 16 fyrir hönd GA. Mótið fór afskaplega vel fram og sýndu krakkarnir svo sannarlega hvað í þeim býr.

GA krakkarnir nýttu sér heimakunnáttuna vel og enduðu alls 5 GA-ingar í verðlaunasæti. Þar ber helst að nefna Andreu Ýr sem vann flokkinn sinn nokkuð örugglega og hann Starkað sem fór í bráðabana uppá fyrsta sætið, en hann þurfti að sætta sig við annað sætið. Lárus Ingi, Óskar Páll og Veigar enduðu allir í 3. sæti í sínum flokk sem er einnig flottur árangur. Við getum því svo sannarlega séð að framtíðin er björt hjá efnilegustu kylfingum klúbbsins og þau voru klúbbnum til sóma alla helgina. Við viljum þakka keppendum, mótsstjórn og sjálfboðaliðum fyrir glæsilegt mót og óskum öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju með sinn árangur.

Hér að neðan má sjá hvar GA krakkar enduðu í sínum flokk.

17-18 ára kk

Lárus Ingi  73-75-77 - 3. sæti

Gunnar Aðalgeir  87-80-83 - 17 sæti

17-18 ára kvk

Andrea Ýr  77-78-79 - 1. sæti

15-16 ára kk

Starkaður  73-72 - 2. sæti (eftir tap í bráðabana)

Óskar Páll  71-77 - 3. sæti

Patrik         72-78 - 4. sæti

Mikael Máni  77-74 - 7. sæti

15-16 ára kvk

Guðrún María  109-115 - 9. sæti

14 ára og yngri kk

Veigar  78-77 - 3. sæti

Skúli     77-80 - 4. sæti

Snævar 91-90 - 13. sæti

Kristófer 109-96 - 16. sæti

14 ára og yngri kvk

Birna Rut    95-87 - 7. sæti

Kara Líf       105-93 - 12. sæti

Auður Bergrún  101-103 - 13. sæti

Marta Þyrí  103-112 - 15. sæti

 

Hér að neðan má sjá myndir frá degi 3 ásamt verðlaunahöfum.

Íslandsbankamót-dagur3