Íslandsbankamótaröðin á Jaðri

Aron Snær Júlíusson
Aron Snær Júlíusson

Íslandsbankamótaröð unglinga fer fram á Jaðri nú um helgina og hóf elsti flokkurinn leik í morgun í blíðskapar veðri.

Það voru því allar aðstæður til golfiðkunar virkilega góðar og sáust oft á tíðum glæsileg tilþrif hjá krökkunum.

Besta hring dagsins átti hann Aron Snær Júlíusson úr GKG en hann kom inn á glæsilegu skori, 67 höggum sem að er jafnframt vallarmet af hvítum teigum.

Óskum við honum kærlega til hamingju með vallarmetið og þennan frábæra hring.

Stöðuna er hægt að nálgast með því að smella hér