Íslandsbankamótaröð unglinga á Jaðri

Á morgun hefst stigamót unglinga á Íslandsbanka mótaröðinni sem er á vegum Golfsambands Íslands. Mikið hefur verið um manninn á vellinum en margir eru að taka æfingahring og hefur rástíma skráningin verið full bókuð í allan dag.

Það verður gaman að fylgjast með unglingunum um helgina en á mótinu verða efnilegustu golfarar landsins. Við hvetjum því sem flesti til að koma og horfa á þessa snillinga.