Íslandsbanka mótaröðin

Fyrri deginum á Íslandsbanka mótaröðinni er lokið á Jaðarsvelli. 

Það voru tæplega 150 unglingar sem hófu leik í blíðskapar veðri á Jaðri. Almennt er skor í mótin gott, en þar má helst nefna að tveir keppendur spiluðu á 70 höggum, eða einu höggi undir pari á fyrri mótsdegi. Í dag hófst keppni kl. 07:30 og má reikna með að síðasta holl ljúki leik í seinni ræsingu um kl 18.00, en ræst er á 1. og 10. holu í dag.

Í dag er smá vindur að sunnan og aðstæður góðar, því er ekki við öðru að búast en það komi góð skor í dag frá þessum efnilegu unglingum.

Öll úrslit má finna hér.