ÍSLAND - SPÁNN í Bændaglímunni

Það eru komnir bændur!

Fyrirliði og bóndi íslenska liðsins er enginn annar en Hjörtur Sigurðsson klúbbmeistari GLF 2018 en hann Hjörtur hefur gríðarlega reynslu af því að sigra golfmót og er verðugur fyrirliði íslenska liðsins. 

Það kemur ef til vill fáum á óvart að fyrirliði spænska liðsins er mi amigo Tony Mellado, Spánverjinn sjálfur. Tony spilar um þessar mundir með glænýtt forgjafalækkandi Ping sett og mun koma inn af fullum krafti í fyrirliðastöðu spænska liðsins og ætlar sér ekkert annað en sigur. Spánverjinn er bestur í góðu veðri og því gríðarlega jákvætt fyrir hans lið að veðurspáin fyrir laugardaginn er komin í 7° og fer hækkandi! 

Þetta verður tækifæri fyrir íslenska liðið að hefna fyrir tapið í úrslitaleik á EM atvinnukylfinga 2018 en þar töpuðu Birgir Leifur og Axel Bóasson 2/0 gegn Pedro Oriol og Scott Fernandez. Líklegt þykir að Tony muni berja lið sitt áfram og vilji halda sigurgöngu Spánar gangandi gegn Íslendingum en Hjörtur mun fá sína kylfinga til að berjast af fullu kappi og sýna sitt rétta andlit.

Ennþá er hægt að skrá sig í bændaglímuna á golf.is eða með því að senda póst á jonheidar@gagolf.is