Inniaðstaðan opnar og bókanir á fasta tíma fyrir veturinn hefjast

Nú er kominn haustbragur á góða veðrið sem hefur verið viðloðandi Jaðarsvöll í allt sumar og hafa því starfsmenn okkar unnið hörðum höndum að því að gera inniaðstöðuna klára fyrir veturinn og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur á Jaðri áfram allt árið.

Verðskrá vetrarsins er klár og er hægt að senda fyrirspurnir á jonheidar@gagolf.is varðandi fasta tíma í vetur.

Fastir tímar í golfhermum GA hefjast mánudaginn 29. september. 

Verðskrá má finna í meðfylgjandi auglýsingu og við bendum síðan á að hægt er að versla 10 skipta kort á 49.500kr - GA félagar geta verslað slík kort á 37.500kr