Ingi Steinar Herramóts-meistari

Ingi Steinar fær nafnið sitt á jakkann
Ingi Steinar fær nafnið sitt á jakkann

Í gærkvöldi lauk Herramóti Rub23 við frábærar aðstæður, en þetta var í fjórða sinn sem mótið er haldið. Allir þátttakendur voru ræstir út klukkan 18:00, og lék veðrið við kylfinga allan hringinn, en það var glampandi sól og logn. Í mótinu sýndu menn glæsileg tilþrif og ber þar helst að nefna að Ingi Steinar Ellertsson fékk örn á 12. holu. Að hring loknum bauð Rub23 kylfingum upp á glæsilegan mat, sem kylfingar borðuðu með bestu lyst. Í kjölfar þess fór fram verðlaunaafhending. Úrslit voru eftirfarandi:

 

Höggleikur án forgjafar:

1. Ingi Steinar Ellertsson -- 70 högg (-1) - Herramóts-meistari

2. Samúel Gunnarsson -- 72 högg (+1)

3. Birgir Haraldsson  -- 75 högg (+4)

 

Punktakeppni með forgjöf:

1. Anton Ingi Þorsteinsson -- 40 punktar

2. Helgi Rúnar Bragason -- 39 punktar

3. Helgi Gunnlaugsson -- 38 punktar

 

Nándarverðlaun og lengsta drive:

4.braut - Jason Wright - 93 cm

6.braut - Sævar Pétursson - 2,48 m

11.braut - Elfar Halldórsson - 2,71 m

18.braut - Samúel Gunnarsson - 3,28 m

Næst holu í 2 höggum á 10.braut - Bjarni Ásmundssson - 4,74 m

Lengsta drive á 15.braut - Birgir Haraldsson

 

Best klæddi kylfingurinn: Arnar Guðmundsson

 

Nánari úrslit má finna hér.

 

Golfklúbbur Akureyrar þakkar Rub23 fyrir vel heppnað mót og óskar Inga Steinari til hamingju með titilinn. Jafnframt vill klúbburinn þakka öllum þeim sem tóku þátt í mótinu.