Icewear Bomban sunnudaginn um versló

Hin árlega Icewear bomba verður að sjálfsögðu á sínum stað þann 31. júlí og er skráning í fullum gangi inn á golfbox - https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3242007 

Athugið að hafa þarf samband við skrifstofu GA í síma eða tölvupóst til að skrá sig á rástíma. 

Nú eru skráðir rúmlega 130 keppendur til leiks en undanfarin ár hefur fjöldinn slagað í 200 í þessu stórskemmtilega móti. 

Ræst verður út frá morgni og fram eftir degi og hvetjum við sem flesta til að taka þátt.