Hversu vel kanntu reglurnar?

Kvennanefnd GA stendur fyrir reglukvöldi  mánudaginn 4. júní í golfskálanum kl 18:00
Tryggvi Jóhannsson, héraðsdómari ætlar að mæta á svæðið og rifja upp með okkur nokkrar mikilvægar golfreglur fyrir sumarið. Félagskonur í GA eru hvattar til að mæta, sem og allar aðrar konur, hvort sem þær eru að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni eða eru reynslumestu golfkonur. Það er engin aðgangseyrir og er þetta ekki aðeins fyrir félaga GA og því hvetjum við allar konur sem hafa áhuga til að mæta.