Hvers vegna er enn leikið á vetrarflötum á Jaðarsvelli?

18. flötin í dag
18. flötin í dag

Margir meðlimir golfklúbbsins spyrja sig sem og aðra að þessari spurningu dag eftir dag og er lítið um svör.

Sumir eru orðnir frekar pirraðir á þessu ástandi en öðrum finnst bara skemmtilegt að spila völlinn á vetrargrínum, enda allt öðruvísi þar sem tekinn var Skotinn á holurnar en þær eru mun stærri en tíðkast. Til þess að fræða félaga klúbbsins um ástand flatanna á vellinum koma hérna nokkrir punktar:

  • Flatirnar komu illa undan vetri þetta árið en fóru þó fyrr að stað heldur en t.d. 2011. Þá varð engin spírun fyrr en í júlí.
  • Það má áætla að vinnan sem var unnin í vetur sé að hjálpa okkur að ná flötunum fyrr í gang þar sem mikil eitrun getur setið í jarðveginum eftir köfnun grass undan klakanum. Þar má því áætla að götunin á klakanum hafi loftað um og losað um uppsöfnuð efni. 
  • Flatirnar eru mun fyrr af stað en 2011, spírun hófst núna um fyrstu vikuna í júní. Flatirnar voru tappagataðar, sandaðar og svo sáð yfir og einnig skorið í flatirnar rásir fyrir fræin. Það eru dökku rendurnar sem má sjá glöggt á flötunum í dag.

                 

  • Það að hvíla flatirnar á meðan á uppgræðslu stendur flýtir mjög fyrir batanum og mun skila betri og sterkari flötum út sumarið. Flatirnar eru svo vökvaðar yfir nóttina. Nótin og dúkarnir auka hitann yfir daginn og halda raka í yfirborðinu.

     
Við hjá golfklúbbnum viljum biðja ykkur félagsmenn um að sýna þolinmæði á meðan að flatirnar ná sínu gamla horfi. Áður en við vitum af verður Jaðrasvöllur kominn í sitt besta horf og allir eiga eftir að verða mjög ánægðir.