Hvað er í verðlaun í Icewear bombunni? - Aukahollum bætt við

Á sunnudaginn næsta um verslunarmannahelgina verður hin árlega Icewear bomba á sínum stað.
Vegna mikillar eftirspurnar í mótið höfum við bætt við tveimur hollum til viðbótar, kl. 14:30 og 14:40. Hvetjum alla til að skrá sig á meðan færi gefst, og njóta veðursins í góðum félagsskap yfir verslunarmannahelgina.  

Vegleg verðlaun eru í mótinu fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni. Þá verða einnig veitt verðlaun fyrir lengsta drive í karla og kvennaflokki, sem og næst holu á öllum par 3 brautum. 

1.sæti: 2x40.000kr gjafabréf í Icewear
2.sæti: 2x30.000kr gjafabréf í Icewear 
3.sæti: 2x25.000kr gjafabréf í Icewear
4.sæti: 2x20.000kr gjafabréf í Icewear
5.sæti: 2x10.000kr gjafabréf í Icewear

Nándarverðlaun á öllum par3 holum - 20.000kr gjafabréf í Icewear

Lengsta drive karlar og konur - 20.000kr gjafabréf í Icewear

Skráning í mótið fer fram á golf.is, en einnig er hægt að hringja í síma 462-2974.