Húsasmiðjan styrkir Golfklúbbinn myndarlega

Í dag var undirritaður samstarfssamningur milli Húsasmiðjunnar og Golfklúbbs Akureyrar

Í dag var undirritaður samningur milli Húsasmiðjunnar og Golfklúbbs Akureyrar.  

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í klúbbhúsi undanfarnar vikur, búið er að taka inn hitaveitu, og leggja ofna og lagnir í allt húsið. Húsasmiðjan kom þar myndarlega að og styrkti klúbbinn um allt lagnaefni og alla ofna.

Golfklúbburinn og Húsasmiðjan hafa í gegnum árin átt mjög gott samstarf og var það þeim sönn ánægja að koma að því að styrkja klúbbinn í þessum framkvæmdum.

Golfklúbburinn þakkar þeim rausnarskapinn.