Hugsum betur um völlinn - gerum við boltaför

Kæru kylfingar

Því miður hefur borið á því fyrstu vikuna eftir opnun Jaðarsvallar að margir kylfingar eru ekki nægilega duglegir að gera við boltaför á flötum. Stór boltaför eru á mörgum flötum og fer það sérstaklega illa með flatirnar á þessum árstíma. 

Við viljum því enn og aftur minna alla á að vera með flatargaffla með sér þegar farið er út á völl og gera við eigin boltaför - og önnur sem þið sjáið.

Starfsfólk GA

Meðfylgjandi eru myndir af nokkrum flötum teknar í gær, mánudaginn 23. maí.