Hreinsitækni nýr samstarfsaðili GA

Skúli Eyjólfsson f.h. KA, Aron Elvar f.h. Þórs, Björgvin Jón Bjarnason framkvæmdarstjóri Hreinsitækn…
Skúli Eyjólfsson f.h. KA, Aron Elvar f.h. Þórs, Björgvin Jón Bjarnason framkvæmdarstjóri Hreinsitækni ehf og Steindór Kr. Ragnarsson framkvæmdarstjóri GA.

Hreinsitækni og GA hafa skrifað undir samstarfssamning sín á milli til næstu ára.

Hreinsitækni ehf., er leiðandi fyrirtæki á sviði sópunar og þvotta á gatnakerfum og gönguleiðum. Félagið var stofnað árið 1976 og hefur starfað óslitið síðan.

Það eru gleðifréttir að Hreinsitækni hafi bæst í hóp fyrirtækja sem styrkja GA og hlökkum við mikið til samstarfsins með þeim. 

Hér má sjá heimasíðu Hreinsitækni ehf. 

Björgvin Jón Bjarnason, framkvæmdarstjóri Hreinsitækni ehf, mætti upp á Jaðar í dag og gekk frá samningnum við GA, KA og Þór.