Holur í höggi!

Föngulegir herramenn
Föngulegir herramenn

Draumahögg voru slegin á Jaðri um helgina svo ekki meira sé sagt en tveir kylfingar fóru holu í höggi. Það sem gerir þetta ennþá áhugaverðara er það báðir aðilar voru að keppa í VW Open, báðir fóru holu í höggi á 18. braut og einungis með um 30 mínútna millibili.

Steindór Kristinn Ragnarsson, vallarstjóri GA var á undan til að slá draumahöggið en hann var að fara fyrsta skiptið holu í höggi, sem verður að teljast ótrúlegt miðað við tilburði hans á vellinum. Sjálfur segir hann að þetta hafi verið hið fullkomna wedge högg, allan tímann beint á pinna og kúlan lendir ca. 3 metra fyrir framan og rúllar beint í. 
Fagnarlætin voru ólýsanleg þegar boltinn fór í, en allir kylfingarnir í hollinu tóku einfaldlega gamla góða stríðsdansinn, kylfum var hent og menn hoppuðu og hlupu um eins og óðir menn. 

Valdemar Örn Valsson einnig úr GA sló hitt draumahöggið á þessum einstaka degi, en hann var líka að fara í fyrsta skiptið holu í höggi. Valdemar sló höggið með 8-járni, en hann sagði að hann hefði slegið svona hálft högg með áttunni. Höggið leit allaf vel út og stefndi rakleiðis í átt að pinnanum og lendir um 5-6m frá og rúllar beint í.

Báðir kylfingar fengu aukaverðlaun fyrir glæsilegu höggin sín ásamt því að deila nándarverðlaunum. 

Verður þetta að teljast ansi einstakur atburður og vonandi verður meira um draumahöggi í framtíðinni á Jaðri.