Holur 5 og 6 lokaðar

Búið er að loka holum 5 og 6 fyrir veturinn og verður hringurinn því 16 holur það sem eftir lifir hausts.  Er þetta gert til þess að gefa þeim smá tíma til að þær fari betur inn í veturinn.

Á næstu dögum verður borin á þær molta og drenið á 6. braut klárað.

Það er mikill munur til hins betra á báðum þessum brautum eftir að við snerum vellinum og hefur álagið því ekki verið eins mikið á þær og er það greinilega að skila tilætluðum árangri.