Holumeistari GA 2012 er Helgi Rúnar Bragason

Nú eru úrslit ráðin í Holumeistaranum.  

Holukeppni GA hefur staðið yfir í allt sumar og er þetta mjög skemmtileg keppni.   Helgi Rúnar Bragason spilaði til úrslita við Björn Auðunn Ólafsson og hafði betur vann úrsltaleikinn 5/4   Í ár var búið að setja fastari skorður á keppnina og strangari reglur um lok á hverri umferð og gekk mun betur að fá úrslit núna en oft áður.

Golfklúbburinn óskar Helga til hamingju með titilinn og fær hann afhentan farandbikar á aðalfundi klúbbsins, öðrum þátttakendum þökkum við skemmtilega keppni.