Holumeistari GA 2011

Nú eru úrslit ráðin í Holumeistaranum.

Holukeppni GA hefur staðið yfir í allt sumar og er þetta mjög skemmtileg keppni. 

Tumi Hrafn Kúld spilaði til úrslita við Kristján Benedikt Sveinsson og hafði betur vann úrsltaleikinn 5/4

Í 3. sæti varð Anton Ingi Þorsteinsson en hann átti að leika um það sæti við Þórhall Pálsson en hann gaf leikinn. Þess má geta að Anton spilaði úrslitaleikinn í fyrra sumar við bróðir sinn Konna kokk og sigraði hann. 

Á næsta ári munu reglur verða strangari hvað varðar tímasetningar á leikjum en það dróst ansi lengi að klára keppnina í ár.