Hollvinasamtökum sjúkrahússins á Akureyri færð vegleg peningagjöf

Jónas Þór Hafþórsson afhendir styrkinn
Jónas Þór Hafþórsson afhendir styrkinn

Nú rétt í þessu var Hollvinasamtökum sjúkrahússins á Akureyri færð vegleg peningagjöf.

Líkt og mörg undanfarin ár hefur GA í samstarfi við Sjóvá verið með peningaverðlaun fyrir þann sem tekst að fara holu í höggi á á 18. braut í Arctic Open. Hingað til hefur engum tekist það en það breyttist heldur betur á aðfaranótt laugardags þegar Jónas Þór Hafþórsson kylfingur úr GA náði draumahögginni og fór 18. holuna á einu höggi.  Sannarlega glæsilegur árangur það.

Jónas vann sér því inn eina milljón króna og gaf hann helminginn af þeirri upphæð, samtals 500 þúsund krónur til Hollvinasamtakanna.  Auk þess söfnuðust 112 þúsund krónur í skemmtilegum leik á meðan að á móti stóð og voru því afhentar 612 þúsund krónur til Hollvinasamtakanna.