Höldur/KIA Open 2020 - Úrslit

Í gær lauk hinu árlega Höldur/KIA Open þar sem spilaður er betri bolti, punktakeppni með forgjöf. Það hefur aldrei áður verið önnur eins þátttaka í mótinu og í ár voru það 204 keppendur sem mynduðu 102 lið sem öttu kappi um helgina. Veðrið lék við keppendur báða daga eins og því er vant hér fyrir norðan og var spilamennskan eftir því. Það voru heimamennirnir Tóti Páls og Kjartan Fossberg sem sigruðu mótið í ár, þeir spiluðu mjög gott golf í mótinu og þá sérstaklega seinni daginn.

Við viljum þakka öllum keppendum fyrir þátttökuna og óskum verðlaunahöfum til hamingju. Hér að neðan má sjá lista yfir þá sem unnu til verðlauna.

Punktakeppni

1. Sæti - Kjartan Fossberg og Þórhallur Pálsson - 94 punktar

2. Sæti - Ásgeir Andri og Finnur Heimisson - 90 punktar

3. Sæti - Anton Ingi og Konráð Vestmann - 88 punktar

4. Sæti - Andri Geir og Víðir Leifsson - 87 punktar

5. Sæti - Eyþór Hrafnar og Magnús Finnsson - 86 punktar (betri á seinni 18)

Nándarverðlaun og lengsta upphafshögg - föstudagur

4. Hola - Jón Birgir Guðmundsson - 47cm

11. Hola - Karl Steingrímsson - 217cm

18. Hola - Örvar Samúelsson - 39cm

15. Hola - lengsta upphafshögg - Finnur Heimisson

Nándarverðlaun og lengsta upphafshögg - laugardagur

4. Hola - Kjartan Fossberg - 160cm

11. Hola - Hólmgrímur Helgason - 82cm

18. Hola - Þórhallur Pálsson - 143cm

15. Hola - lengsta upphafshögg - Finnur Heimisson