Höldur-KIA Open um næstu helgi

Þrátt fyrir að sumarið sé langt komið þá erum við ekkert að slaka á hér hjá GA í mótahaldi og um næstu helgi fer fram eitt skemmtilegasta mót sumarsins Höldur-KIA Open.

Mótið hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem eitt vinsælasta mót GA og hefur þátttaka verið í kringum 160 manns undanfarin ár. Í ár eru nokkur sæti laus í þetta skemmtilega mót en spilaður er betri bolti föstudag og laugardag þar sem tveir kylfingar mynda eitt lið. Rástímar haldast óbreyttir á milli daga og endar þetta síðan á stórri veislu í golfskálanum á Jaðri á laugardagskvöldinu. Veðurspáin verður betri og betri með hverjum deginum og treystum við veðurguðunum fyrir að skarta sínu fegursta um næstu helgi. 

Verðlaunaskrá er sem hér segir:
1.sæti: 2x100.000kr gjafabréf frá Icelandair ásamt Titleist Ball Marker derhúfu
2.sæti: 2x60.000kr gjafabréf frá Icelandair ásamt Titleist Ball Marker derhúfu 
3.sæti: 2x50.000kr gjafabref frá Icelandair ásamt Titleist Ball Marker derhúfu
4.sæti: 2xTitleist StaDry standpoki ásamt Titleist regnhlíf og Titleist handklæði 
5.sæti: 2xTitleist lightweight kerrupoki og Titleist handklæði

Nándarverðlaun báða dagana:
4. braut: 10.000kr gjafabréf á RUB23 ásamt Titleist handklæði
11. braut: Gjafabréf fyrir tvo í Sjóðböðin ásamt Titleist handklæði
18. braut: Farsími eða spjaldtölva frá Vodafone ásamt Titleist handklæði

Lengsta drive báða dagana:
15. braut: Gjafabréf fyrir tvo í Vök baths og Titleist handkæði

KIA RIO FYRIR HOLU Í HÖGGI - Fari keppandi holu í höggi á 4. eða 18. braut vallarins vinnur sá heppni afnot af KIA Rio bifreið í eitt ár

Skráning fer fram á golf.is eða í síma 462-2974 
7.000kr kostar í mótið fyrir GA félaga, 8.000kr fyrir aðra.