Höldur / Askja Open - skráning hefst á morgun

Höldur / Askja Open sem hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem eitt vinsælasta og flottasta golfmót Golfklúbbs Akureyrar verður á sínum stað í sumar en það fer fram 18. og 19. ágúst. 

Í fyrra varð uppselt í mótið en hámark þátttakenda er 208 kylfingar. 

Skráning í mótið hefst á morgun inn á golfbox og er hægt að skrá sig og sinn makker hér: https://tourentry.golfbox.dk/?cid=3756698

Athugið að til að fá rástíma í mótinu þarf að senda tölvupóst á jonheidar@gagolf.is - ræst verður út frá 7:00-15:30.