Hola í höggi í 5. sinn á einni viku á Jaðarsvelli

Hulda Sigtryggsdóttir úr GR fór holu í höggi í dag.

Hulda er 4. kylfingurinn núna á einni viku sem fer holu í höggi á Jaðarsvelli. Hún náði draumahögginu á 11. braut, sló með 7 brautartré og var kúlan alltaf beint á holu lenti rétt við og rúllaði beint í.

Eins og fram hefur komið fór Björgvin Þorsteinsson GA holu í höggi dag eftir dag föstudag og laugardag, Albert Hannesson úr GA líka á föstudag og Hjörvar Maronsson GA núna á þriðjudaginn.  
Golfklúbburinn óskar þeim öllum enn og aftur til hamingju með draumahöggið.