Hola í höggi! Aftur!

Valdemar Valsson gerði sér lítið fyrir og skellti sér holu í höggi á 18.holu í dag og er þetta í annað sinn sem hann fer holu í höggi á þessari holu. Við óskum Valdemar innilega til hamingju með þennan flotta árangur!

Tvo daga í röð hefur verið farið holu í höggi á vellinum sem er magnað og hvetjum við alla kylfinga sem spila á morgun (17.07) til að vanda sig extra vel á par3 holunum og halda þessari velgengni áfram!