Hola í höggi, aftur!

14. flöt - myndin tekin 17. júní 2012
14. flöt - myndin tekin 17. júní 2012

Önnur hola í höggi á aðeins þremur dögum.

Viðar Freyr Viðarsson GA fór holu í höggi 16. júní á 14. holu. Meðspilarar voru Aðalsteinn Þorláksson og Þorlákur Már Aðalsteinsson. Að sögn þeirra var þetta einkar glæsilegt högg. Viðar hafði tekið 6 járn fyrst en ákvað að skipta yfir í 5 járn vegna smá golu á móti, kúlan lenti svo fremst á gríninu og rúllaði beint í holuna.

Golfklúbbur Akureyrar óskar Viðari til hamingju með draumahöggið.