Hola í höggi á meistaramóti!

Víðir eftir draumahöggið
Víðir eftir draumahöggið

Einn af okkar allra bestu kylfingum, Víðir Steinar Tómasson, sló draumahöggið á 4. holu Jaðars í gær. Hann var að leika sinn annan hring í meistaramótinu og því ekki amalegt að fá þægilegan örn í byrjun hrings. Þetta var fyrsta skiptið sem Víðir fór holu í höggi og óskum við honum til hamingju með árangurinn! 

Eftir tvo daga er það Lárus Ingi sem leiðir meistaraflokinn á 3 yfir pari, en Víðir er í öðru sæti á 7 yfir pari. Spenndandi lokadagar framundan og margir kylfingar sem geta enn blandað sér í baráttuna.