Hola í höggi á Jaðri í dag!

Hólmgrímur við 18. holuna
Hólmgrímur við 18. holuna

Hólmgrímur Helgason gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 18. holunni okkar núna rétt í þessu! Höggið sló hann með 8-járni og segir að allt hollið hafi sagt að þetta yrði frábært högg um leið og kúlan fór af stað. Og frábært var það.

Þetta er fyrsta skiptið sem Hólmgrímur fer holu í höggi og svo sannarlega frábær leið til að klára hringinn.