Hola í höggi á BOSE mótinu!

Það fór allt á hliðina í fagnaðarlátunum!
Það fór allt á hliðina í fagnaðarlátunum!

Í gær fór Anna Sólveig Snorradóttir holu í höggi á 11. holu á fyrsta hring á BOSE mótinu hér á Jaðarsvelli!

Frábært högg hjá Önnu en hún lék hringina í gær á 72 og 75 höggum og er sem stendur í 2.sæti í kvennaflokki. 

Þetta er ekki í fyrsta skiptið í ár sem Anna fer holu í höggi en það gerði hún einnig á EM landsliða í Portúgal í júlí. Frábærlega gert hjá Önnu!