Hola í höggi á 4. braut í dag

Ingi Hrannar Heimisson fór holu í höggi.

Ingi Hrannar sló draumahöggið á 4 holu í dag, hann sló með 7 járni.

Ef kylfingur vill fara holu í höggi þá er bara að taka hring á Jaðarsvelli. Ingi Hrannar er 5. kylfingurinn til að fara holu í höggi á 8 dögum hér hjá Golfklúbbi Akureyrar.

Þá á bara eftir að fara holu í höggi á 18. braut í þessari hrinu.............. :)

Óskum við honum innilega til hamingju með afrekið.