Hola í höggi á 18. braut í Arctic

Jónas Þór Hafþórsson
Jónas Þór Hafþórsson

Nú rétt í þessu var Jónas Þór Hafþórsson stórkylfingur úr GA að fara holu í höggi á 18. braut á Jaðri.

Jónas er að keppa í Arctic Open og svo vel vill til að það var 1. milljón í boði frá Sjóvá fyrir þann kylfing sem fyrstur færi holu í höggi á 18. braut.

Jónas hefur því unnið sér inn 1. milljón og óskum við honum til hamingju með það.

Jónas mun svo afhenda við fyrsta tækifæri Hollvinasamtökum spítalans á Akureyri 500 þúsund krónur af upphæðinni.