Hola í höggi

Karl Guðmundsson GA fór holu í höggi í dag

Karl sló draumahöggið á 4 braut sem í dag er spiluð á nýja 1. flöt á meðan uppbygging á nýrri 4 flöt stendur. Með Karli í hollinu í dag voru þeir Magnús Gauti Gautason úr GA, Þorgeir A. Þorgeirsson GR og Sigurjón Gíslason GK Þetta er í fyrsta sinn sem Karl fer holu í höggi og þegar hann var spurður að því hvernig tilfinning þetta væri þá sagði hann að þetta væri nú bara eins og hvert annað högg, alveg rólegur yfir þessu.

Karl er sá fyrsti á þessu sumri sem slær draumahöggið og vonandi ekki sá síðasti.

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá lítur nýja 4 brautin mjög vel út og eru vallarstarfsmenn farnir að slá hana niður og undirbúa fyrir opnun. Reiknað er með að opna inn á flötina einhverjum dögum fyrir Arctic Open.