Hola í höggi

Guðrún Karítas náði draumahögginu í dag.

Nú er nokkur tími síðan kylfingur fór holu í höggi á Jaðarsvelli en í dag náði hin 14 ára GA mær Guðrún Karítas Finnsdóttir draumahögginu á 11. braut. Hún sló draumahöggið með 7 járni og rúllaði kúlan beint í holu.

Guðrún er þá 7. kylfingurinn til að fara holu í höggi á Jaðarsvelli á nokkrum vikum og 8. sinn sem draumahöggið er slegið, en eins og menn muna fór Björgvin Þorsteinsson 2 daga í röð holu í höggi fyrr í sumar.

Með Guðrúnu í holli í dag voru Kristján Benedikt og Stefanía Elsa.

Óskum við henni innilega til hamingju.