Hola í höggi

Gunnlaugur Magnússon sló draumahöggið á 18.

Gunnlaugur Magnússon úr GO nældi sér í nándarverðlaun á 4. braut í Re/max Open en hann var 2,38 m frá og svo gerði hann sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 18 braut. Þetta var í fyrsta skiptið sem hann nær draumahögginu.

Á meðfylgjandi mynd er hann að sækja kúluna í holuna - mikil fagnaðarlæti brutust út þar sem margt var um manninn að fylgjast með á 18.