Hola í höggi

GA félagarnir Jón Gunnar Traustason og Reima Helgason náðu draumhögginu sínu í fyrsta sinn.

Jón Gunnar var fyrri til og náði sínu höggi síðastliðinn föstudag á 18. holunni.  Höggið var slegið með fleygjárni og var beint á pinna allan tímann, boltinn lenti fyrir framan pinnan, hoppaði tvisvar og svo beint ofaní.

Reimar Helgason tók sig svo til í Byko mótinu á sunnudaginn og fór holu í höggi á 14. brautinni, einu par þrjú brautinni þar sem ekki voru nándarverðlaun :)

Reimar notaði til verksins sjö járn og sló mjög gott högg á pinnan, sem var staðsettur á neðri pallinum og lenti boltinn rétt fyrir framan flötina og hoppaði svo inn á Reimar og félagar sáu það svo þegar upp á flötina var komið að boltinn hafði farið ofaní!

Óskum við þeim félögum til hamingju með draumahöggið :)

Jón Gunnar Traustason við 18. holuna

Reimar Helgason við 14. holuna