Högglengsti kylfingur Íslands

Örvar Samúelsson högglengstur.

Keppni um högglengsta kylfing Íslands fór fram í gærkvöldi á Grafaholti

Keppt var í karla- og kvennaflokki en slegið var af æfingarflötinni við golfskálann og niður eftir öfugri 18. brautinni.

Í karlaflokki sigraði okkar maður Örvar Samúelsson en hann sló manna lengst 333 metra.

Í verðlaun fékk Örvar glæsilegan Taylor Made R9 driver sem er nýlentur á Íslandi.